LANGAR ÞIG AÐ BYRJA AÐ ÆFA?
Við bjóðum upp á lokuð byrjendanámskeið og opna tíma, þú skráir þig þegar þér hentar!
Þú býrð til aðgang á heimasíðunni okkar (Sign up flipanum), verslar þér lokuð námskeið eða meðlimakort og skráir þig í tíma. Það er svo einfalt.
Að búa til aðgang:
7. Einnig er hægt að adda appinu okkar í App Store eða Google Play Store. Ath. stærri pakkatilboð birtast ekki í appinu.
POLE
Styrk, þokka og snerpu er blandað saman á þessu skemmtilega áhaldi. Súlurnar geta bæði snúist sem og verið festar. Á súlunni blöndum við saman allskonar snúningum, dansi, styrktaræfingum, flæði, floorwoork og samhæfnis æfingum (tækni).
Þú muntu auka allan styrk og liðleika.
Ertu að taka þín fyrstu skref?
Ekki hafa neinar áhyggjur ef þú hefur ekki grunn því þú munt læra allt sem þarf.
POLE BASICS - Lokað námskeið fyrir nýja nemendur
Ertu að taka þín fyrstu skrefin í Pole? Þá er Pole Basics fyrir þig!
Í þessu 4 vikna námskeiði förum við yfir grunninn í Pole Sport lærum við okkar fyrstu snúninga á súlunni og leggjum mikla áherslu á góða tækni, byggjum upp styrk og þol. Á námskeiðinu lærum við æfinga rútínu þar sem sett eru saman grunn atriðin á fallegan og skemmtilegan máta. Í lok námskeiðis munu nemendur hafa farið yfir grunnatriðin og náð tökum á þeim.
Hvert námskeið er 4 vikur 1 klst í senn, þjálfari leiðir þig áfram og kennt er í litlum hópum.
POLE BEGINNER - Fyrir þá sem hafa náð tökum á grunninum
Þegar nemandi hefur ná tök á grunninum er nemandi færður upp í næsta erfiðleika stig sem kallast Pole Beginner. Þegar þangað er komið eru tímar opnir og nemandi skráir sig í tíma í hverri viku þegar hentar! Þegar nemendur eru komnir upp í Pole Beginner er byrjað að nýta Pole Level Up guide til að fylgjast með árangri í tíma. Nemendur mæta með bæklinginn á hverja æfingu og merkir þjálfari í sameiningu við nemanda við þær æfingar sem nemandi hefur náð tökum á. Hvert erfiðleika stig er með sér opnur með náhvæmum æfinga lista svo nemandi hafi góða yfirsýn yfir hvað hann hefur lært og hvað skal koma.
Level Up Guide er hægt að versla í www.diva.is og kostar 1.990 kr. Bæklingurinn gildir fyrir öll erfiðleika stig eftir að Pole Basic er lokið.
Pole Sport býður einnig upp á Pole Int., Pole Advanced & Pole Pro. Nemandi vinnur sig hægt og rólega upp erfiðleikastigin í samvinnu með þjálfara Pole Sport.
BUNGEE FITNESS
Langar þig hoppa þig í form? Þú ferð í belti og ert tengd/ur upp í loftfimleika teygju, við munum kenna þér allskonar hopp, stökk og æfingar sem eiga eftir að koma þér í gott form sem og vera skemmtileg leið til að hreyfa allan líkaman. Be prepared for high intensity but low impact full body workout!
Skráðu þig í Bungee Fitness Grunnnámskeið, námskeiðið er 1x í viku í 4 vikur í senn. Í þessu námskeiði læra nemendur á búnaðinn, að tengja sig sjálfir upp og aðstoða hvort annað. Lærum fyrstu skrefin í bungee sem og er lagður grunnur fyrir að fara upp í næsta erfiðleika stig sem nefnist Bungee Blast.
LIÐLEIKI
Langar þig að komast í splitt eða gera bakfettu? Fyrsta skrefið er að byrja að bæta liðleikan. Í Flex liðleikaþjálfun er farið í grunnliðleika æfingar og byggt ofan á þær hægt og rólega. Við leggjum áherslu á að hjálpa hverjum og einum nemanda á þeim stað sem þeir eru og hjálpum þér að ná þínum liðleika markmiðum.
Þessi tími er fullkomin viðbót við æfingar í Pole Sport, tímar eru bygðir upp til að styðja við árangur í Pole.
STRENGTH & CONDITIONING
Þessir tímar eru byggðir upp til að auka styrk og hreyfangleika liðamóta svo að nemendur í Pole hafi aukið þrek og úthald í að gera velframkvæmdar, fallegar og tæknilegar æfingar í lengri tíma með meiri náhvæmni og styrk. Þessir tímar henta öllum nemendum sama á hvaða erfiðleika stigi þeir eru.
OPEN STUDIO
Viltu koma og æfa þig ein/nn eða með vin. Þá eru Open Studio fyrir þig, þú færð áhald að eigin vali og pláss til að æfa það sem þig langar. Skráðu þig þegar þér hentar og komdu að hanga.
EINKATÍMI
Langar þig að ná einhverju ákveðnu trikki, vantar þig aðstoð við að setja saman liðleika eða styrktarprógram, viltu að þjálfari meti hvort þú komist upp í næsta level?
Hver tími er 1 klst. með þjálfara sem aðstoðar þig við það sem þig langar að læra.
Hægt er að bóka staka klst eða fá pakka tilboð.
V.I.P
Langar þig að æfa þig utan dagskráar? Þá er V.I.P fyrir þig.
Þú færð aðgang að aðstöðu Pole Sport allan sólahringinn utan dagskráar. Skráning í tíma fer fram á heimasíðu okkar og hægt er að sjá laus pláss undir V.I.P í calander. Eftir að nemandi skráir sig fær hann tölvupóst 1 klst fyrir bókaðan tíma, í tölvupóstinum eru allar upplýsingar sem og reglur sem þarf að fylgja.
V.I.P er aðeins í boði fyrir nemendur sem hafa lokið Pole Int. og hafa hitt þjáfara til þess að fara yfir öryggisatriði og reglur. Ef þú hefur áhuga á V.I.P sendu okkur tölvupóst á polesport@polesport.is