Innanhúsmót & Sýning 15. október 2022

Innanhúsmót & Sýning 15. október 2022

Langar þig að keppa eða sýna?


Taktu af skarið og skráðu þig á Innanhúsmót Pole Sport, allir eru velkomnir að taka þátt hvort sem þeir eru nemendur Pole Sport eða ekki.

Keppt verður eftirfarandi flokkum:

Pole Beginner

Pole Intermediate

Pole Advanced

Pole ProPole Dance Beginner

Pole Dance Advanced
Aerial Hoop Beginner

Aerial Hoop Intermediate

Aerial Hoop AdvancedAerial Silk Beginner

Aerial Silk Advanced


Erlendur gestadómari Jordan Welshe sem og innlendir dómarar munu sjá um dómgæslu.15. október 2022

Húsið opnar kl 16:00

Hefst stundvíslega kl: 16:20
Image
Image

Reglur

1. Dómarar hafa vald til að stöðva atriði af heilsu- og/eða öryggisástæðum keppenda.
2. Dómarar hafa vald til að vísa keppanda úr keppni ef keppandi brýtur reglur.
3. Keppendur bera ábyrgð á eigum sínum á keppninni, keppnishaldari er ekki ábyrgur ef verðmunir glatast á æfingatímabili eða keppnisdegi.
4. Allir keppendur þurfa að vera tilbúnir í myndatöku bæði fyrir og eftir keppni.
5. Ákvöðrun dómara stendur og verður ekki breytt.
6. Keppendur eru á sinni ábyrgð hvað varðar slys á æfingum fyrir þáttöku í keppninni og taka þeir þátt af fúsum og frjálsum vilja.
7. Keppnishaldari áskilur sér rétt til að breyta reglum ef þörf krefur, en keppendur munu vera upplýstir um það ef svo kemur til.
8. Keppnishaldari hefur leyfi til að nota myndir og myndbönd af keppendum frá keppninni.
9. Keppendur mega ekki vera undir áhrifum áfengis eða annara vímuefna á meðan keppninni stendur, einnig er neysla ólöglegra fæðubóta óheimil.
10. Ef keppandi hættir við þáttöku skal hann tilkynna keppnishaldara það mánuð fyrir mót með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
11. Mikilvægt er að fatnaður keppenda sé við hæfi. Stuttbuxur skulu hylja klofsvæði & toppur skal hylja geirvörtur. Klæðnaður þarf að vera í samræmi við atriði. Öll snið og stílar á atriði eru leyfð. Allir skór eru leyfðir. Allir aukahlutir leyfilegir en þurfa samþykki keppnishaldara.
12. Hver flokkur fyrir sig má aðeins notast við æfingar flokkaðar á sínu erfiðleikastigi.
Byrjendur mega EKKI fara á hvólf og skal höfuð ávalt vera fyrir ofan mjaðmir á því áhaldi sem keppt er á. Intermediate má ekki framkvæma eftirfarandi æfingar drops & rolls einnig verða æfingar að hafa að lágmarki 3 snertipunkta á hvolfi. Handspring, Shouldermount & Brassmonkey er stranglega bannað.
Advanced Skulu hafa að lámarki 2 snertipunkta á hvolfi og eru allar twistet flips, drops og rolls bannaðar nefna má Fonjy sem dæmi.
Pro Engin boð eða bönn annað en við minnum á að öryggi skal ávalt vera í fyrirrúmmi.
Allir flokkar mega ekki framkvæma æfingar sem eru fyrir hærra erfiðleikastig en því sem keppt er í en mega gera æfingar úr erfiðleika stignum fyrir neðan.
13. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum flokkum, allir keppendur fá þátttöku viðurkenningu.
14. Komi til að skráning verði lítil í flokkum gefum við okkur leyfi til að sameina flokka.
Til að skráning teljist gild þá þarf að fylla út umsóknareyðublað, skila til keppnishaldara og greiða keppnisgjald. Keppnisgjald er 8.900 kr. Keppnisgjald er ekki endurgreitt þó keppandi hættir við þátttöku.
Loka dagsetning umsókna skal berast mánuð fyrir mót.
15. Tónlist þarf að skila inn mánuð fyrir mót. Tónlist má vera á upprunalegu formi eða klippt saman, svo lengi sem það berist til keppnishaldara sem ein skrá (file).

Lengd atriðis :
Pro 3:30-4:00 mín
Advanced 3:00-3:30 mín
Intermediate 2:30-3:00 mín
Beginner 2:00-2:30 mín

16. Hjálparefni til að bæta grip eru leyfð, bæði á líkama og hendur, en keppnishaldari þarf að samþykkja efnið. Keppandi þarf að tilkynna það til keppnishaldara hvaða efni hann notar, ef auðvelt er að þrífa það af súlunum mun keppnishaldari samþykkja efnið.

17. Einkunnagjöf dómara er frá 0 – 10 í öllum fjórum hlutum, þar sem allir hlutar vega það sama, eða 25%. Sá keppandi sem hefur flest stig í lokin stendur uppi sem sigurvegari. Vægi í stigagjöf er það sama í öllum flokkum.
Styrkur & tækni
Frumleiki & Atristeri
Floorwork & Flow
Professionalisme og framkvæmd.
Hik er sama og tap!

SKRÁNING

Skráning er hafin og hægt er að sækja um að keppa eða vera með í sýningarhóp eða einstaklings atriði.
Þáttöku umsóknir eru í afgreiðslu Pole Sport einnig er hægt að fá þau send með tölvupósti sé þess óskað.