Stutta svarið er já, það er fyrsta skrefið hjá öllum sem byrja að æfa í Pole Sport. Okkur er mjög annt um nemendur okkar og pössum þess vegna alltaf mikið upp á öryggið.
Flestir hafa einhvern tímann heyrt að fyrst þarf að læra að labba áður en maður hleypur en þetta á einmitt sérstaklega vel við þegar kemur að loftfimleikum! Við erum þess vegna með mjög vönduð grunnnámskeið í Pole, Bungee og Lyra sem eru sérstaklega þróuð og samsett fyrir alla byrjendur. Farið er yfir mikilvægustu grunnreglurnar og fyrstu tökin kennd í æskilegri röð svo minnka megi líkur á meiðslum og óhöppum. Þessi námskeið köllum við Basics og standa þau yfir í 4 vikur. Þegar þú hefur lokið við Basics námskeiðið ættir þú að vera kominn með góðan grunn sem hægt er að byggja á!
Pole - Bungee - Lyra - Einkatími
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í Pole?
Ég elska íþróttir og bara heilsurækt almennt og persónulega verð ég að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi bara til þess að halda geðheilsunni sko. En samt er ég alveg mjög vandlát og nenni ekkert að hamast bara við hvað sem er haha, en það má kannski segja að Pole hafi fundið mig frekar en öfugt, þetta bara small 100% fyrir mig allt saman strax frá upphafi. Félagsskapurinn og alltaf nýjar skemmtilegar áskoranir svo elska ég bara þessa sérstöku blöndu sem þú þarft í Pole, svona"strength meets grace"attitude ef ég sletti aðeins og líkamlega er þá er maður að byggja upp styrk, úthald og liðleika með svona ákveðna mýkt alltaf að leiðarljósi. Svo er mikið keppnisskap í mér og þess vegna er ótrúlega gaman og gefandi fyrir mig persónulega að hafa tekist að skapað þær aðstæður að hægt sé að fara út fyrir landssteinana með stelpur úr Pole Sport að keppa við þær allra bestu þar sem okkur hefur tekist að ná geggjuðum árangri í gegnum tíðina ef ég leyfi mér að monta mig aðeins!
Einkatími
Bókaðu þinn einkatíma með kennara í Pole Sport. Við bjóðum uppá 35% afslátt á einkatímum alla virka daga á milli klukkan 10:00 og 15:00
Finndu tíma sem hentar þér!
Pole Erfiðleikastigi
Bungee erfiðleikastigi
Lyra Erfiðleikastigi
Vertu velkomin í hvetjandi samfélag þar sem þér getur liðið vel
Algengar Spurningar
Nei. Þegar þú ert á námskeiði ertu skráð í alla þá tíma sem námskeiðinu fylgja og þarft því ekki að skrá þig, hvorki í né úr tíma. Ekki er boðið uppá að bæta við tíma ef þú missir úr námskeiðinu þínu, en þú getur keypt einkatíma og klárað námskeiðið þannig.
Þegar þú verslar námskeið af vefsíðunni sendum við þér aðgangsorð og notendanafn að skráningarsíðu Pole Sport, þú þarft þó ekki að skrá þig í eða úr tíma þegar þú ert á námskeiði og ekki nauðsynlegt fyrir þig að nota skráningarsíðuna fyrr en þú verslar áframhaldandi aðild. Endilega óskaðu eftir frekari aðstoð hjá starfsfólki Pole Sport ef þig vantar einhverja aðstoð.
Nei við bjóðum ekki upp á fría prufutíma. En við bjóðum aftur á móti upp á hagstæða einkatíma sem hægt er að bóka hér
Ef þú ert að koma í Pole þá mælum við með stuttbuxum og góðum íþrótta topp, þú notar líkamann til þess að ná gripi á súlunni og kemur víður eða of mikill fatnaður sér afar illa. Að því sögðu þá erum við einnig með súlur sem eru með sérstökum vafning sem gerir þér kleyft að vera í síðbuxum og síðermabol en sá fatnaður verður að vera aðsniðin. Láttu endilega þjálfarann vita áður en námskeiðið hefst viljir þú notast við slíka súlu þá reynum við eftir fremsta megni að verða við því. Hárið skaltu hafa í fléttu eða snúð svo það flækist ekki fyrir.
Ef þú ert að koma í Bungee mælum við góðum íþróttafatnað sem þér líður vel í, gott er að vera ekki í mjög víðum fötum það kann að flækst fyrir þér. Við leyfum ekki undir neinum kringumstæðum skó af neinu tagi inn í sal og æfa allir berfættir. Hárið skaltu hafa í fléttu eða snúð svo það séu engar líkur á að það flækist fyrir eða festist í búnaði.
Ef þú ert að koma í Lyru mælum við með íþróttafatnað sem þér líður vel í og eins og alltaf er bara æft berfætt og hárið þarf að vera í fléttu eða snúð.
Stutta svarið er já, það er fyrsta skrefið hjá öllum sem byrja að æfa í Pole Sport. Okkur er mjög annt um nemendur okkar og pössum þess vegna alltaf mikið upp á öryggið.Við erum þess vegna með mjög vönduð grunnnámskeið í Pole, Bungee og Lyra sem eru sérstaklega þróuð og samsett fyrir alla byrjendur. Farið er yfir mikilvægustu grunnreglurnar og fyrstu tökin kennd í æskilegri röð með skemmtilegum hætti svo minnka megi líkur á meiðslum og óhöppum.
Siðareglur nemenda eru mikilvæg áhersluatriði sem þú þarft að hafa á hreinu áður en þú byrjar að æfa í Pole Sport. Þú getur lesið Siðareglur nemenda í heild sinni hér
Þú getur lesið allar reglur Pole Sport hér
Með appinu er auðvelt að skrá sig í tíma, skoða tímatöflu, breyta eða bæta við greiðslu upplýsingum og fá tilkynningar í símann þegar styttist í tíma sem þú ert skráð í. Við bendum þó á að ekki er hægt að nota appið til þess að versla eða afskrá sig úr tíma eins og er.